Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum BBI skrifar 28. nóvember 2012 18:09 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Lögfræðinganefndin sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs áður en það var lagt fram á Alþingi sem frumvarp gerði efnisbreytingar á eignarréttarákvæðinu. Sömuleiðis breytti nefndin ákvæðinu um að auðlindir skyldu vera í þjóðareigu. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að „allar viðvörunarbjöllur hringi hjá sér vegna breytingarinnar á auðlindaákvæðinu".Eignarréttarákvæðið Í 13. grein frumvarps stjórnlagaráðs er eignarrétturinn lýstur friðhelgur. Í tillögum stjórnlagaráðs kom hins vegar þetta fram í 2. málsgrein: „Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög." Þessa málsgrein í heild sinni fellir lögfræðinganefndin burt í frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. „Þetta er efnislega breyting. Það þarf náttúrlega að skoða," segir Ólína. „Stjórnlagaráð vildi semsagt að ábyrgð og skylda fylgdi eign á einhverju, eins og er í þýsku stjórnarskránni. Þetta er siðferðileg spurning, mikil."Auðlindaákvæðið Lögfræðinganefndin gerði einnig breytingar á 34. grein frumvarpsins sem fjallar um þjóðareign á auðlindum, en við það ákvæði fékkst víðtækur stuðningur þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn. Lögfróðir menn eru margir sammála um að breytingarnar feli í sér efnisbreytingar að sögn Ólínu. Í tillögum stjórnlagaráðs kom fram að þær auðlindir „sem ekki eru í einkaeigu" væru ævarandi eign þjóðarinnar. Nefndin sem fór yfir frumvarpið breytti orðalaginu svo nú er talað um auðlindir „sem ekki eru háðar einkaeignarrétti". „Þannig að við á Alþingi erum ekki að horfa á sama orðalag og almenningur horfði á þegar hann kaus um ákvæðið og það finnst mér skipta miklu máli," segir Ólína. „Sú siðferðisspurning kviknar hvort réttlætanlegt sé að hafa orðalag greinarinnar öðruvísi en fólk kaus um það í atkvæðagreiðslunni." Menn eru ekki vissir um hve mikil efnisbreyting felist í orðalagsbreytingunni en „þau rök hafa verið sett fram að með þessu sé ekki aðeins verið að undanskilja réttindi í einkaeigu heldur einnig réttindi í eigu sveitarfélaga og ríkisins. Þetta er talsvert flókið mál," segir Ólína. „Auðvitað þarf að fara vel yfir þetta og ekkert ólíklegt að eitthvað af þessum orðalagsbreytingum gangi til baka," segir Ólína. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Lögfræðinganefndin sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs áður en það var lagt fram á Alþingi sem frumvarp gerði efnisbreytingar á eignarréttarákvæðinu. Sömuleiðis breytti nefndin ákvæðinu um að auðlindir skyldu vera í þjóðareigu. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að „allar viðvörunarbjöllur hringi hjá sér vegna breytingarinnar á auðlindaákvæðinu".Eignarréttarákvæðið Í 13. grein frumvarps stjórnlagaráðs er eignarrétturinn lýstur friðhelgur. Í tillögum stjórnlagaráðs kom hins vegar þetta fram í 2. málsgrein: „Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög." Þessa málsgrein í heild sinni fellir lögfræðinganefndin burt í frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. „Þetta er efnislega breyting. Það þarf náttúrlega að skoða," segir Ólína. „Stjórnlagaráð vildi semsagt að ábyrgð og skylda fylgdi eign á einhverju, eins og er í þýsku stjórnarskránni. Þetta er siðferðileg spurning, mikil."Auðlindaákvæðið Lögfræðinganefndin gerði einnig breytingar á 34. grein frumvarpsins sem fjallar um þjóðareign á auðlindum, en við það ákvæði fékkst víðtækur stuðningur þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn. Lögfróðir menn eru margir sammála um að breytingarnar feli í sér efnisbreytingar að sögn Ólínu. Í tillögum stjórnlagaráðs kom fram að þær auðlindir „sem ekki eru í einkaeigu" væru ævarandi eign þjóðarinnar. Nefndin sem fór yfir frumvarpið breytti orðalaginu svo nú er talað um auðlindir „sem ekki eru háðar einkaeignarrétti". „Þannig að við á Alþingi erum ekki að horfa á sama orðalag og almenningur horfði á þegar hann kaus um ákvæðið og það finnst mér skipta miklu máli," segir Ólína. „Sú siðferðisspurning kviknar hvort réttlætanlegt sé að hafa orðalag greinarinnar öðruvísi en fólk kaus um það í atkvæðagreiðslunni." Menn eru ekki vissir um hve mikil efnisbreyting felist í orðalagsbreytingunni en „þau rök hafa verið sett fram að með þessu sé ekki aðeins verið að undanskilja réttindi í einkaeigu heldur einnig réttindi í eigu sveitarfélaga og ríkisins. Þetta er talsvert flókið mál," segir Ólína. „Auðvitað þarf að fara vel yfir þetta og ekkert ólíklegt að eitthvað af þessum orðalagsbreytingum gangi til baka," segir Ólína.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira