Innlent

Vélhjólaslys og árekstur á Selfossi

Þetta hefur verið annasamur dagur hjá lögreglunni á Selfossi. Tveggja bíla árekstur varð á Austurvegi á Selfossi um hádegisbil í dag. Um aftanákeyrslu var að ræða.

Tveir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar en samkvæmt lögreglunni á Selfossi eru meiðsli þeirra minniháttar.

Þá slasaðist ökumaður vélhjóls þegar hann féll af hjóli sínu í Bláskógabyggð á þriðja tímanum í dag.

Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Talið er að maðurinn hafi prjónað yfir sig á hjólinu.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. Hann kvartaði þó undan miklum sársauka í vinstri fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×