Innlent

Gegndrepa Ólympíueldur

Frá Essex í dag.
Frá Essex í dag. mynd/AP
Ólympíueldurinn varð að engu þegar hann var fluttur niður brattar flúðir í Essex í Bretlandi í dag. Fimmtíu dagar eru liðnir síðan Ólympíueldurinn var tendraður í Grikklandi, síðan þá hefur hann ferðast um heiminn og nálgast nú Ólympíuleikvanginn í Lundúnum óðfluga.

En þessi dagur reyndist loganum erfiður. Stjörnukokkurinn Jamie Oliver átti að bera eldinn fyrr í dag. Fresti þurfti hlaupi hans eftir að tveir vélhjólamenn lentu saman í Chelmsford.

Þegar komið var að Oliver var tekið að rigna og varð hann gegndrepa þegar hann hljóp með kyndilinn í átt að manngerðum flúðum í Essex.

Ræðararnir tóku þar við loganum. Stuttu eftir að þeir lögðu af stað niður flúðirnar steyptist báturinn á hvolf og Ólympíuloginn hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×