Óður til amma og liðins tíma 30. ágúst 2012 18:00 Ömmustrákur Sigmundur Ernir leitast við að fanga liðinn tíma nægjusemi og nærveru fjölskyldunnar í nýjustu ljóðabók sinni. Fréttablaðið/Anton „Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira