Innlent

Tvö kynferðisbrot kærð í Eyjum

Herjólfsdal í gærkvöldi.
Herjólfsdal í gærkvöldi. mynd/óskar p. friðriksson
Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina, annað um miðnætti en hitt nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra áttu brotin sér stað inni í Herjólfsdal. Atvikin eru nú í rannsókn hjá lögreglu en nánari upplýsingar fást ekki þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi.

Tveir gistu fangageymslur í Eyjum í nótt, báðir fyrir líkamsárásir. Önnur árásin var þó heldur alvarlegri en þar nefbrotnaði maður og missti tennur eftir hnefahögg. Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Eyjum í nótt en tólf fíkniefnamál komu upp hjá lögreglu.

Yfir helgina eru því fíkniefnamálin orðin 52 en um er að ræða neysluskammta í flestum tilvikum, að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×