Innlent

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur

Hann var óheppinn þjófurinn sem var stöðvaður í miðju innbroti á Akureyri klukkan sex í morgun. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu tilkynntu nágrannar um að verið væri að brjótast inn íbúðarhús í bænum og fóru lögreglumenn strax á vettvang.

Þar var þjófurinn að athafna sig en að sögn lögreglu er maðurinn góðkunningi lögreglunnar í bænum eftir helgina en hann hefur alloft komið við sögu lögreglu síðustu daga.

Hann var mjög ölvaður og verður tekin skýrsla af honum síðar í dag þegar áfengisvíman er runnin af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×