Háhýsið var sagt glapræði Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Turninn við Höfðatorg var tekinn í notkun í ágúst 2009. Vísir/Anton Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira