Innlent

ESB flýtir ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar svo málið verði útkljáð þegar viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarvilðræðum Íslands að sambandinu hefjast í næsta mánuði.

Simon Coveney sjávarútvegsráðherra Írlands greindi frá þessu í viðtali við írska ríkisútvarpið í gær, en sjávarútvegsráðherrar sambandsins funda nú í Brussel.

Á vefsíðunni fishupdate.com er fjallað um að ESB og Norðmenn hafi náð samkomulagi um skiptingu makrílsaflans fyrir þetta ár. ESB fær tæplega 397 þúsund tonn í sinn hlut en Norðmenn fá rúmlega 180.000 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×