Innlent

Tælenskir konungsdansar í Salnum

mynd/Anna M. Þ. Ólafsdóttir
Tælensk-íslenskafélagið stendur fyrir danssýningu í Salnum í Kópavogi í dag. Þar koma 18 dans- og tónlistarnemar fram og sýna Khon-dansa.

Hópurinn sérhæfir sig í Kohn-dönsum en þar er efniviður sóttur í söguarf Tælands þar sem menn og risar takast á. Látbragð og handahreyfingar dansaranna segja sögurnar.

Tælensk tónlist er leikin undir dansinum, á tælensk hljóðfæri. Taweesak Sriphong, kennari við Kasetsart háskólann í Bangkok fer fyrir hópnum. Hópurinn verður með tvær sýningar í Salnum í Kópavogi, á laugardag kl. 13 og 19 og eina í Sandgerði, kl. 13 á morgun.

Miðar verða seldir við innganginn og eru allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×