Undarlegt að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem er kært BBI skrifar 29. júlí 2012 14:00 Hér sést bátur Sæferða, Særún, stoppa við fuglabjarg í skoðunarferð. Mynd/Frank Bradford Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það sé ekkert leyndarmál að fyrirtækið hafi farið með ferðamenn upp að arnarhreiðrum til að fylgjast með fuglunum. Hann hafnar því hins vegar algerlega að þeir beri sérstaka ábyrgð á því að arnarvarp hafi misfarist í Breiðafirði og Vestfjörðum. Honum finnst einnig undarlegt að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem er kært fyrir skoðunarferðir á svæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands kærði Sæferðir nýverið fyrir að koma of nálægt arnarvarpi, eins og sagt var frá á Vísi í morgun. „Það er fjöldinn allur af bátum sem eru að fara fram og til baka á þessum svæðum. Svo það er svolítið skrítið að aðeins okkar bátur sé tekinn út," segir Pétur og finnst ólíklegt að þeir hjá Sæferðum fari nær hreiðrunum en aðrir. Sæferðir hafa starfrækt skoðunarferðir að hreiðrunum síðustu 12 ár. „Það er ekkert leyndarmál. En við höfnum því algerlega að það sé okkur að kenna að varp hafi misfarist á einhverjum stöðum í Breiðafirði," segir Pétur Ágústsson og kannast heldur ekki við að ferðirnar valdi því að örninn fælist. Pétur telur að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem reynt hafi að sækja um leyfi fyrir skoðuninni og vinna í með yfirvöldum í þeim efnum. „Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi sótt um slík leyfi, " segir hann og á við einhvers konar undanþágu frá nálgunarbanni á hreiðrin. Honum finnst ósanngjarnt að fyrir vikið séu Sæferðir eina fyrirtækið sem sakað er um lögbrot. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun kærir Sæferðir vegna bágborins arnarvarps Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum á viðkvæmum tíma. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 29. júlí 2012 12:14 Arnarvarp með slakasta móti Arnarvarpið var með slakasta móti í ár. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 para sem urpu í vor. Helsta ástæðan er að líkindum kuldakastið í maí og truflun af mannavöldum, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29. júlí 2012 10:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það sé ekkert leyndarmál að fyrirtækið hafi farið með ferðamenn upp að arnarhreiðrum til að fylgjast með fuglunum. Hann hafnar því hins vegar algerlega að þeir beri sérstaka ábyrgð á því að arnarvarp hafi misfarist í Breiðafirði og Vestfjörðum. Honum finnst einnig undarlegt að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem er kært fyrir skoðunarferðir á svæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands kærði Sæferðir nýverið fyrir að koma of nálægt arnarvarpi, eins og sagt var frá á Vísi í morgun. „Það er fjöldinn allur af bátum sem eru að fara fram og til baka á þessum svæðum. Svo það er svolítið skrítið að aðeins okkar bátur sé tekinn út," segir Pétur og finnst ólíklegt að þeir hjá Sæferðum fari nær hreiðrunum en aðrir. Sæferðir hafa starfrækt skoðunarferðir að hreiðrunum síðustu 12 ár. „Það er ekkert leyndarmál. En við höfnum því algerlega að það sé okkur að kenna að varp hafi misfarist á einhverjum stöðum í Breiðafirði," segir Pétur Ágústsson og kannast heldur ekki við að ferðirnar valdi því að örninn fælist. Pétur telur að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem reynt hafi að sækja um leyfi fyrir skoðuninni og vinna í með yfirvöldum í þeim efnum. „Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi sótt um slík leyfi, " segir hann og á við einhvers konar undanþágu frá nálgunarbanni á hreiðrin. Honum finnst ósanngjarnt að fyrir vikið séu Sæferðir eina fyrirtækið sem sakað er um lögbrot.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun kærir Sæferðir vegna bágborins arnarvarps Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum á viðkvæmum tíma. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 29. júlí 2012 12:14 Arnarvarp með slakasta móti Arnarvarpið var með slakasta móti í ár. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 para sem urpu í vor. Helsta ástæðan er að líkindum kuldakastið í maí og truflun af mannavöldum, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29. júlí 2012 10:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Náttúrufræðistofnun kærir Sæferðir vegna bágborins arnarvarps Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum á viðkvæmum tíma. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 29. júlí 2012 12:14
Arnarvarp með slakasta móti Arnarvarpið var með slakasta móti í ár. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 para sem urpu í vor. Helsta ástæðan er að líkindum kuldakastið í maí og truflun af mannavöldum, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29. júlí 2012 10:10