Stefnan að reisa hundrað herbergja hótel Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 20:49 Unnið er að því að leggja einn stærsta golfvöll landsins í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá er stefnt að því að reisa hundrað herbergja hótel við völlinn. Oddviti sveitarstjórnarinnar segir þetta gríðarlega þýðingarmikið fyrir lítið samfélag. Við minni-borg í Grímsnes og Grafningshreppi er verið að leggja átján holu golfvöll. Framkvæmdin hófst árið 2006 en eins og margt annað stöðvaðist hún í hruninu. „Síðan hefur þetta verið hálfgert sár í landinu hér í þrjú ár. Og við tókum ákvörðun um það að kaupa landið undir golfvöllinn og halda áfram framkvæmdum til að loka þessu sári," segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti hreppsnefndar. Hann segir það hins vegar ekki vera markmið sveitarfélagsins að eiga eða reka golfvöll og því sé stefnt að því að leigja eða selja landið. Gunnar vonast til þess að hægt verði að slá fyrsta boltann á vellinum árið 2014. „Ég veit það ekki. Það er kosningarár 2014, svo það er vonandi," svarar hann þegar fréttamaður spyr hvort hann muni slá fyrsta boltann. Hann segir völlin verða lengsta átján holu golfvöll á landinu. Rauða mölin á svæðinu verður svo nýtt. „Það er nú kannski það sem verður karakterinn í vellinum að glompurnar verða allar með rauðri möl en ekki hvítum sandi eins og tíðkast annars staðar. Það er kannski afgerandi litur bæði á sumarhúsavegum og glompunum, það er þessi rauða möl sem við búum að því að eiga," Þá er stefnt að því að byggja hundrað herbergja hótel við völlinn en sveitarfélagið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis við fjárfesta. „Það mál er í vinnslu, verið að klára skipulagsferilinn á þessu. Hann mun klárast á næsta hálfa mánuði eða svo," segir hann. Framkvæmdin sé mikilvæg fyrir samfélagið í hreppnum. „Þetta er náttúrlega alveg frábært ef þetta verður að veruleika sko," segir hann. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Unnið er að því að leggja einn stærsta golfvöll landsins í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá er stefnt að því að reisa hundrað herbergja hótel við völlinn. Oddviti sveitarstjórnarinnar segir þetta gríðarlega þýðingarmikið fyrir lítið samfélag. Við minni-borg í Grímsnes og Grafningshreppi er verið að leggja átján holu golfvöll. Framkvæmdin hófst árið 2006 en eins og margt annað stöðvaðist hún í hruninu. „Síðan hefur þetta verið hálfgert sár í landinu hér í þrjú ár. Og við tókum ákvörðun um það að kaupa landið undir golfvöllinn og halda áfram framkvæmdum til að loka þessu sári," segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti hreppsnefndar. Hann segir það hins vegar ekki vera markmið sveitarfélagsins að eiga eða reka golfvöll og því sé stefnt að því að leigja eða selja landið. Gunnar vonast til þess að hægt verði að slá fyrsta boltann á vellinum árið 2014. „Ég veit það ekki. Það er kosningarár 2014, svo það er vonandi," svarar hann þegar fréttamaður spyr hvort hann muni slá fyrsta boltann. Hann segir völlin verða lengsta átján holu golfvöll á landinu. Rauða mölin á svæðinu verður svo nýtt. „Það er nú kannski það sem verður karakterinn í vellinum að glompurnar verða allar með rauðri möl en ekki hvítum sandi eins og tíðkast annars staðar. Það er kannski afgerandi litur bæði á sumarhúsavegum og glompunum, það er þessi rauða möl sem við búum að því að eiga," Þá er stefnt að því að byggja hundrað herbergja hótel við völlinn en sveitarfélagið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis við fjárfesta. „Það mál er í vinnslu, verið að klára skipulagsferilinn á þessu. Hann mun klárast á næsta hálfa mánuði eða svo," segir hann. Framkvæmdin sé mikilvæg fyrir samfélagið í hreppnum. „Þetta er náttúrlega alveg frábært ef þetta verður að veruleika sko," segir hann.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira