Ójöfnuðurinn er gríðarlegur 6. september 2012 16:30 Doktor í lýðheilsuvísindum Anna Elísabet með Masai Bomo höfðingja í Tansaníu sem á tíu konur og 86 börn. Hann rekur heilt þorp. „Íslendingar sem koma til mín heimsækja þennan höfðingja alla jafna,“ segir hún. Anna Elísabet Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðheilsustöðvar, varði fyrir skemmstu doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Brunel-háskóla í London. Ritgerðin fjallar um áhrif stjórnunarhátta á gæði og afköst heilbrigðiskerfa. Anna Elísabet býr í borginni Dar Es Salaam í Tansaníu og starfar þar sem ráðgjafi hjá rannsóknarstofnun í heilbrigðisvísindum. „Verkefnin mín í Tansaníu lúta að fjármögnun heilbrigðiskerfa og hversu heppilegt sé að árangurstengja laun heilbrigðisstarfsmanna og rekstartekjur heilbrigðisstofnana,“ útskýrir hún. En af hverju í Tansaníu? Ég fór fyrst til Tansaníu sem ferðamaður árið 2005 og hreifst svo af landi og þjóð að ég fór strax að skipuleggja næstu ferð. Nú er svo komið að maðurinn minn, Viðar Viðarsson, og ég rekum bændagistingu með ferðaþjónustu í þorpinu Bashay, í samvinnu við heimamenn, innan um aðra smábændur sem rækta sinn eigin mat. Á sveitabænum Bashay Village segir Anna Elísabet gott fólk sjá um reksturinn og hún fari þangað reglulega en geti hvorki verið þar oft né lengi vegna verkefna sinna í Dar Es Salaam. Húsakynnin á bænum eru einföld og hrein. „Við höfum hreint, rennandi vatn úr okkar eigin borholu og rafmagn sem við framleiðum með sólarorku. Við eldum á gasi en getum líka eldað á kolum fyrir utan og það gerum við oft, sérstaklega þegar verið er að elda eitthvað sem þarf langa suðu eins og baunir,“ lýsir hún og segir gestina koma víðs vegar frá, svo sem frá Íslandi, Noregi, Austurríki, Þýskalandi og Kanada. Anna Elísabet kveðst ekki vita til að aðrir Íslendingar búi í landinu en segir sjálfboðaliða stundum koma þangað í hjálparstörf. „Við Viðar eigum þrjá stráka en þeir eru allir á Íslandi. Sá yngsti er í Verslunarskólanum á þriðja ári. Þeir hafa aldrei verið í skóla í Tansaníu en við skoðuðum þann möguleika fyrir nokkrum árum. Viðar hefur vinnu á Íslandi þannig að það er fyrst og fremst ég sem er að reka þetta áfram hér í Tansaníu.“ Hvernig skyldi svo lífið í Tansaníu koma Önnu Elísabetu fyrir sjónir? „Það er mjög breytilegt eftir því hvar fólk býr. Stéttaskipting er mikil og ég man að þegar ég kom fyrst til borgarinnar Dar Es Salaam frá þorpinu okkar spurði ég sjálfa mig hvort þetta væri sama landið. Lífið í þorpum úti á landi er mjög erfitt og fátæktin gríðarleg, fólk hefur hvorki rafmagn, hreint vatn né almennilega hreinlætisaðstöðu. Ég veit ekki hvort Íslendingar nútímans geti ímyndað sér hvernig það er að fara svangur að sofa í leirkofa með moldargólfi, þurfa að fara út á kamar í svartamyrkri um niðdimma nótt og geta svo ekki þvegið sér á eftir. En í borgunum, ekki síst í Dar Es Salaam, eru hins vegar stór og flott hús,“ segir Anna Elísabet og verst allra frétta um það hversu lengi hún verði í Tansaníu. „Ég veit ekki hvað ég verð hér lengi, tíminn leiðir það í ljós.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Anna Elísabet Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðheilsustöðvar, varði fyrir skemmstu doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Brunel-háskóla í London. Ritgerðin fjallar um áhrif stjórnunarhátta á gæði og afköst heilbrigðiskerfa. Anna Elísabet býr í borginni Dar Es Salaam í Tansaníu og starfar þar sem ráðgjafi hjá rannsóknarstofnun í heilbrigðisvísindum. „Verkefnin mín í Tansaníu lúta að fjármögnun heilbrigðiskerfa og hversu heppilegt sé að árangurstengja laun heilbrigðisstarfsmanna og rekstartekjur heilbrigðisstofnana,“ útskýrir hún. En af hverju í Tansaníu? Ég fór fyrst til Tansaníu sem ferðamaður árið 2005 og hreifst svo af landi og þjóð að ég fór strax að skipuleggja næstu ferð. Nú er svo komið að maðurinn minn, Viðar Viðarsson, og ég rekum bændagistingu með ferðaþjónustu í þorpinu Bashay, í samvinnu við heimamenn, innan um aðra smábændur sem rækta sinn eigin mat. Á sveitabænum Bashay Village segir Anna Elísabet gott fólk sjá um reksturinn og hún fari þangað reglulega en geti hvorki verið þar oft né lengi vegna verkefna sinna í Dar Es Salaam. Húsakynnin á bænum eru einföld og hrein. „Við höfum hreint, rennandi vatn úr okkar eigin borholu og rafmagn sem við framleiðum með sólarorku. Við eldum á gasi en getum líka eldað á kolum fyrir utan og það gerum við oft, sérstaklega þegar verið er að elda eitthvað sem þarf langa suðu eins og baunir,“ lýsir hún og segir gestina koma víðs vegar frá, svo sem frá Íslandi, Noregi, Austurríki, Þýskalandi og Kanada. Anna Elísabet kveðst ekki vita til að aðrir Íslendingar búi í landinu en segir sjálfboðaliða stundum koma þangað í hjálparstörf. „Við Viðar eigum þrjá stráka en þeir eru allir á Íslandi. Sá yngsti er í Verslunarskólanum á þriðja ári. Þeir hafa aldrei verið í skóla í Tansaníu en við skoðuðum þann möguleika fyrir nokkrum árum. Viðar hefur vinnu á Íslandi þannig að það er fyrst og fremst ég sem er að reka þetta áfram hér í Tansaníu.“ Hvernig skyldi svo lífið í Tansaníu koma Önnu Elísabetu fyrir sjónir? „Það er mjög breytilegt eftir því hvar fólk býr. Stéttaskipting er mikil og ég man að þegar ég kom fyrst til borgarinnar Dar Es Salaam frá þorpinu okkar spurði ég sjálfa mig hvort þetta væri sama landið. Lífið í þorpum úti á landi er mjög erfitt og fátæktin gríðarleg, fólk hefur hvorki rafmagn, hreint vatn né almennilega hreinlætisaðstöðu. Ég veit ekki hvort Íslendingar nútímans geti ímyndað sér hvernig það er að fara svangur að sofa í leirkofa með moldargólfi, þurfa að fara út á kamar í svartamyrkri um niðdimma nótt og geta svo ekki þvegið sér á eftir. En í borgunum, ekki síst í Dar Es Salaam, eru hins vegar stór og flott hús,“ segir Anna Elísabet og verst allra frétta um það hversu lengi hún verði í Tansaníu. „Ég veit ekki hvað ég verð hér lengi, tíminn leiðir það í ljós.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira