Hollywood bregst við harmleiknum 19. desember 2012 06:00 Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is
Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög