"Crossfit er galin líkamsrækt“ BBI skrifar 7. september 2012 19:23 Mynd/Anton Brink Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt." Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt."
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira