Vandræðamál fyrir ríkisstjórnina 31. júlí 2012 06:30 Hugmyndir um uppbyggingu á ferðamannasvæði á Grímsstöðum á Fjöllum verða aftur á borði ríkisstjórnarinnar í dag. Ljóst er að málið hefur lengi verið stjórninni óþægur ljár í þúfu. fréttablaðið/daníel Áhugi kínverska fjárfestisins Huang Nubos á kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum undir ferðamannaaðstöðu hefur verið ríkisstjórn Íslands vandræðamál. Innanríkisráðherra hefur reynt að stöðva málið en samráðherrar hans hafa verið því fylgjandi. Ræða á málið í ríkisstjórn í dag. Sala jarðar á Norðausturlandi ætti ekki, undir eðlilegum kringumstæðum, að vera mál sem veldur ríkisstjórn Íslands vandræðum. Fyrirætlanir kínverska fjárfestisins Huang Nubos um uppbyggingu ferðamannastaðar á Grímsstöðum á Fjöllum hefur hins vegar verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hausverkur og tilefni til umræðu um mun stærri mál en uppbyggingu á svæðinu. Fregnir bárust af því í fyrra að Huang Nubo hefði áhuga á að festa kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Kaupverðið var í áður óþekktum hæðum, um einn milljarður íslenskra króna. Ekki skemmdi fyrir áhuganum að fyrirætlanir hans voru stórtækar. Á teikniborðinu er 100 herbergja lúxushótel, 100 herbergja fjölskylduhús, hestabúgarður og golfvöllur á Fjöllum. Í Reykjavík vill hann síðan reisa 300 herbergja hótel. Rætt hefur verið um að áformin fyrir norðan ein og sér kosti rúmlega 16 milljarða króna. Ríkisborgararéttur eða búsetaÍslensk löggjöf hefur áratugum saman verið sniðin að því að koma í veg fyrir að útlendingar eignist hér landsvæði. Í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, frá 1966, er kveðið á um að enginn megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema vera íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Sé félag stofnað um starfsemina verða allir í því að vera íslenskir ríkisborgarar, eða að hafa haft lögheimili hér á landi samfellt í að minnsta kosti fimm ár. Þegar Ísland gekk í EES árið 1993 var þessum lögum breytt þannig að sömu ákvæði giltu fyrir íbúa EES-svæðisins og Íslendinga. Hægt er að gefa undanþágu frá þessari almennu reglu og er það á forræði innanríkisráðherra, en hann hafnaði slíkri beiðni í nóvember. Árið 2010 setti Alþingi lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þar eru ýmis skilyrði sett um veitingu ívilnana, en þær felast í undanþágu frá fyrrgreindum lögum. Til að flækja málið enn frekar snerta önnur lög þetta mál, eða lög um einkahlutafélög frá 1994. Tvö íslensk félög Huangs hafa sótt um undanþágu frá búsetuskilyrðum í þeim lögum og hefur efnahags- og viðskiptaráðuneytið veitt hana. Ögmundur segir neiEins og fyrr segir hafnaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra beiðni um undanþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Hann sagðist einungis fylgja lögunum við ákvörðun sína, en hafði þó ekki farið dult með andstöðu sína við áformin. Ekki var að heyra á honum að hann teldi málið eiga eftir að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið og kallaði eftir sanngirni í mati á ákvörðun sinni. Engu að síður fór þó svo að málið olli titringi í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði Ögmund styðjast við þrönga lagatúlkun. „Ákvörðunin veldur mér vonbrigðum,“ sagði hún við Vísi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í kjölfar ákvörðunarinnar að það væri ekkert leyndarmál að fullt af fólki innan Samfylkingarinnar væri orðið pirrað á samstarfinu. Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði ákvörðunina vekja spurningar um ríkisstjórnarsamstarfið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist ósammála ákvörðuninni, en málið mundi ekki sprengja ríkisstjórnina. Ekki spöruðu þingmenn Samfylkingarinnar þó stóru orðin. „Þetta er brjáluð ákvörðun tekin í forherðingu af ráðherra sem líklega er vanhæfur í málinu vegna fyrri yfirlýsinga,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kristján Möller sagði Ögmund vanhæfan og að ákvörðunin hefði áhrif á stuðning hans við ríkisstjórnina. „Þessi kross fer í kladdann og ég veit ekki hvað það er pláss fyrir marga krossa í viðbót þar.“ Varað við öðrum leiðumFljótlega eftir ákvörðun Ögmundar kom til tals að ýmsar leiðir væru færar í málinu, til dæmis sú sem nú er verið að fara með leigu á landinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði það jákvæðar fréttir, reynt yrði að leiðbeina Huang í gegnum íslenskt lagaumhverfi. Ögmundur var ósáttur við þá yfirlýsingu og sagðist, í samtali við Ríkisútvarpið, vonast til að ekki væri verið að leiðbeina fjárfestinum framhjá íslenskum lögum. Það vakti aftur reiði iðnaðarráðherra sem sagði um þau ummæli við Fréttablaðið 5. desember: „Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð undrandi á þeim, að hann skuli ætla okkur að gera eitthvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert.“ Ljóst má því vera að málið hefur lengi valdið titringi í stjórnarsamstarfinu og gæti gert enn. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Áhugi kínverska fjárfestisins Huang Nubos á kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum undir ferðamannaaðstöðu hefur verið ríkisstjórn Íslands vandræðamál. Innanríkisráðherra hefur reynt að stöðva málið en samráðherrar hans hafa verið því fylgjandi. Ræða á málið í ríkisstjórn í dag. Sala jarðar á Norðausturlandi ætti ekki, undir eðlilegum kringumstæðum, að vera mál sem veldur ríkisstjórn Íslands vandræðum. Fyrirætlanir kínverska fjárfestisins Huang Nubos um uppbyggingu ferðamannastaðar á Grímsstöðum á Fjöllum hefur hins vegar verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hausverkur og tilefni til umræðu um mun stærri mál en uppbyggingu á svæðinu. Fregnir bárust af því í fyrra að Huang Nubo hefði áhuga á að festa kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Kaupverðið var í áður óþekktum hæðum, um einn milljarður íslenskra króna. Ekki skemmdi fyrir áhuganum að fyrirætlanir hans voru stórtækar. Á teikniborðinu er 100 herbergja lúxushótel, 100 herbergja fjölskylduhús, hestabúgarður og golfvöllur á Fjöllum. Í Reykjavík vill hann síðan reisa 300 herbergja hótel. Rætt hefur verið um að áformin fyrir norðan ein og sér kosti rúmlega 16 milljarða króna. Ríkisborgararéttur eða búsetaÍslensk löggjöf hefur áratugum saman verið sniðin að því að koma í veg fyrir að útlendingar eignist hér landsvæði. Í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, frá 1966, er kveðið á um að enginn megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema vera íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Sé félag stofnað um starfsemina verða allir í því að vera íslenskir ríkisborgarar, eða að hafa haft lögheimili hér á landi samfellt í að minnsta kosti fimm ár. Þegar Ísland gekk í EES árið 1993 var þessum lögum breytt þannig að sömu ákvæði giltu fyrir íbúa EES-svæðisins og Íslendinga. Hægt er að gefa undanþágu frá þessari almennu reglu og er það á forræði innanríkisráðherra, en hann hafnaði slíkri beiðni í nóvember. Árið 2010 setti Alþingi lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þar eru ýmis skilyrði sett um veitingu ívilnana, en þær felast í undanþágu frá fyrrgreindum lögum. Til að flækja málið enn frekar snerta önnur lög þetta mál, eða lög um einkahlutafélög frá 1994. Tvö íslensk félög Huangs hafa sótt um undanþágu frá búsetuskilyrðum í þeim lögum og hefur efnahags- og viðskiptaráðuneytið veitt hana. Ögmundur segir neiEins og fyrr segir hafnaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra beiðni um undanþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Hann sagðist einungis fylgja lögunum við ákvörðun sína, en hafði þó ekki farið dult með andstöðu sína við áformin. Ekki var að heyra á honum að hann teldi málið eiga eftir að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið og kallaði eftir sanngirni í mati á ákvörðun sinni. Engu að síður fór þó svo að málið olli titringi í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði Ögmund styðjast við þrönga lagatúlkun. „Ákvörðunin veldur mér vonbrigðum,“ sagði hún við Vísi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í kjölfar ákvörðunarinnar að það væri ekkert leyndarmál að fullt af fólki innan Samfylkingarinnar væri orðið pirrað á samstarfinu. Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði ákvörðunina vekja spurningar um ríkisstjórnarsamstarfið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist ósammála ákvörðuninni, en málið mundi ekki sprengja ríkisstjórnina. Ekki spöruðu þingmenn Samfylkingarinnar þó stóru orðin. „Þetta er brjáluð ákvörðun tekin í forherðingu af ráðherra sem líklega er vanhæfur í málinu vegna fyrri yfirlýsinga,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kristján Möller sagði Ögmund vanhæfan og að ákvörðunin hefði áhrif á stuðning hans við ríkisstjórnina. „Þessi kross fer í kladdann og ég veit ekki hvað það er pláss fyrir marga krossa í viðbót þar.“ Varað við öðrum leiðumFljótlega eftir ákvörðun Ögmundar kom til tals að ýmsar leiðir væru færar í málinu, til dæmis sú sem nú er verið að fara með leigu á landinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði það jákvæðar fréttir, reynt yrði að leiðbeina Huang í gegnum íslenskt lagaumhverfi. Ögmundur var ósáttur við þá yfirlýsingu og sagðist, í samtali við Ríkisútvarpið, vonast til að ekki væri verið að leiðbeina fjárfestinum framhjá íslenskum lögum. Það vakti aftur reiði iðnaðarráðherra sem sagði um þau ummæli við Fréttablaðið 5. desember: „Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð undrandi á þeim, að hann skuli ætla okkur að gera eitthvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert.“ Ljóst má því vera að málið hefur lengi valdið titringi í stjórnarsamstarfinu og gæti gert enn.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira