Endurfæðing Köngulóarmannsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Sjöhundraðasta tölublað Köngulóarmannsins markar tímamót. „Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“ Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira