Endurfæðing Köngulóarmannsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Sjöhundraðasta tölublað Köngulóarmannsins markar tímamót. „Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“ Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira