Sakar stjórnvöld um að þverbrjóta reglur varðandi flóttamenn 11. júlí 2012 13:10 Íslensk stjórnvöld hafa þverbrotið alþjóðlegar reglur um meðhöndlun flóttamanna. Þetta segir formaður nýstofnaðra samtaka sem hafa það að markmiði að varpa ljósi á málefni flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi. Vinnuheiti samtakanna sem tóku til starfa í gær er Samtök áhugafólks um flóttamannavandann. Teitur Atlason, formaður samtakanna, segir fyrst þurfa að vinna að söfnun upplýsinga um stöðuna. Mikil þörf sé á að varpa ljósi þessi mál. „Ástand flóttamannamála er í algjörum molum á Íslandi. Í fyrsta lagi þarf að fara eftir þeim lögum sem gilda í landinu þegar kemur að málefnum flóttafólks, það er verið að mölbrjóta alþjóðasamninga sem Íslendingar hafa skrifað undir þegar kemur að flóttafólki. Til dæmis þegar flóttamaður kemur til landsins og framvísar fölsuðum passa þá eru mannréttindaskilmálar sem kveða á um að það sé ótækt að dæma dæma fólk fyrir skjalafals því það sé sé hluti af því að vera flóttamaður að reyna að bjarga sér og hluti af því sé að falsa skilríki sem á að nota." Teitur vísar þar meða annars í 31. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna. Í henni er meðal annars kveðið á um að aðildarríkin skulu ekki beita refsingum gagnvart flóttamönnum vegna ólöglegrar komu þeirra til landsins eða vistar þar, ef þeir koma beint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi var ógnað. Það er þó bundið þeim skilyrðum að þeir gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og beri fram gildar ástæður fyrir hinni ólöglegu komu eða dvöl. Tekið skal fram að stjórnvöldu kynntu í þessum mánuði tillögur nefndar um málefni útlendinga utan EES. Starfshópnum sem vann að tillögunum var ætlað að móta heildstæða stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum útlendinga og hafa að leiðarljósi að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda á því sviði. Í skýrslu starfshópsins kemur meðal annar fram að ekki virðist hafa verið farið jafn afdráttarlaust eftir 31. grein flóttamannasamningsins og gert er annar staðar á Norðurlöndum. Því leggur hópurinn til að meginreglan verði sú að flóttamenn og hælisleitendur verði ekki saksóttir vegna framvísunar falsaðra skilríkja, með vísan til ákvæðis 31. greinar flóttamannasamningsins. Teitur fagnar þessum breytingum en segir hana til komna vegna þrýstings frá samfélaginu. „Hefði engin sagt neitt, hefði ekkert gerst, það er bara staðreynd málsins. Það þarf alltaf að vera skerfi framar en stjórnvöld og berjast fyrir lýðræðisumbótum og það er tilgangur þessa félags," segir Teitur. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa þverbrotið alþjóðlegar reglur um meðhöndlun flóttamanna. Þetta segir formaður nýstofnaðra samtaka sem hafa það að markmiði að varpa ljósi á málefni flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi. Vinnuheiti samtakanna sem tóku til starfa í gær er Samtök áhugafólks um flóttamannavandann. Teitur Atlason, formaður samtakanna, segir fyrst þurfa að vinna að söfnun upplýsinga um stöðuna. Mikil þörf sé á að varpa ljósi þessi mál. „Ástand flóttamannamála er í algjörum molum á Íslandi. Í fyrsta lagi þarf að fara eftir þeim lögum sem gilda í landinu þegar kemur að málefnum flóttafólks, það er verið að mölbrjóta alþjóðasamninga sem Íslendingar hafa skrifað undir þegar kemur að flóttafólki. Til dæmis þegar flóttamaður kemur til landsins og framvísar fölsuðum passa þá eru mannréttindaskilmálar sem kveða á um að það sé ótækt að dæma dæma fólk fyrir skjalafals því það sé sé hluti af því að vera flóttamaður að reyna að bjarga sér og hluti af því sé að falsa skilríki sem á að nota." Teitur vísar þar meða annars í 31. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna. Í henni er meðal annars kveðið á um að aðildarríkin skulu ekki beita refsingum gagnvart flóttamönnum vegna ólöglegrar komu þeirra til landsins eða vistar þar, ef þeir koma beint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi var ógnað. Það er þó bundið þeim skilyrðum að þeir gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og beri fram gildar ástæður fyrir hinni ólöglegu komu eða dvöl. Tekið skal fram að stjórnvöldu kynntu í þessum mánuði tillögur nefndar um málefni útlendinga utan EES. Starfshópnum sem vann að tillögunum var ætlað að móta heildstæða stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum útlendinga og hafa að leiðarljósi að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda á því sviði. Í skýrslu starfshópsins kemur meðal annar fram að ekki virðist hafa verið farið jafn afdráttarlaust eftir 31. grein flóttamannasamningsins og gert er annar staðar á Norðurlöndum. Því leggur hópurinn til að meginreglan verði sú að flóttamenn og hælisleitendur verði ekki saksóttir vegna framvísunar falsaðra skilríkja, með vísan til ákvæðis 31. greinar flóttamannasamningsins. Teitur fagnar þessum breytingum en segir hana til komna vegna þrýstings frá samfélaginu. „Hefði engin sagt neitt, hefði ekkert gerst, það er bara staðreynd málsins. Það þarf alltaf að vera skerfi framar en stjórnvöld og berjast fyrir lýðræðisumbótum og það er tilgangur þessa félags," segir Teitur.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira