Innlent

Maður á níræðisaldri varð undir dráttarvél

Karlmaður á níræðisaldri varð undir afturhjóli dráttarvélar í Brynjudal í botni Hvalfjarðar í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að maðurinn sé rifbeinsbrotinn.

Verið var að gangsetja dráttarvélina með því láta hana renna þegar slysið átti sér stað.

Vinnueftirlit Ríkisins fer með rannsókn málsins ásamt lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×