Vill aukið samstarf á norðurskautssvæði Þorgils skrifar 12. október 2012 00:00 Michel Rocard, sérlegur sendifulltrúi franska forsetans í málefnum heimskautanna, segir nauðsynlegt að auka alþjóðlega samvinnu í málefnum norðurheimskautsins.Fréttablaðið/Vilhelm Meiri alþjóðlegrar samvinnu er þörf í málefnum norðurslóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. Rocard segir að þrátt fyrir að Frakkland og fleiri ríki vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til þróunar í norðurskautsmálefnum hafi þau engan vettvang þar sem torsótt sé að fá að tjá sig á vettvangi Norðurskautsráðs. Þar eiga strandríkin átta ein sæti, til viðbótar við átta ríki sem hafa áheyrnaraðild. „Starf Norðurskautsráðsins skiptir okkur og önnur ríki miklu máli, þó að við eigum ekki lögsögu þar,“ segir Rocard og tekur sem dæmi hugsanlegar afleiðingar af olíumengunarslysi á norðurslóðum. Hann tekur olíuslysið í Mexíkóflóa sem dæmi, en aðstæður þar til að bregðast við vánni hafi verið gjörólíkar því sem yrði í Norðurhöfum. „Ef olíumengunarslys myndi henda þar, yrði um að ræða aldarlanga tortímingu fyrir lífkerfið. Sá möguleiki ætti að verðskulda sérstaka athygli og beinar aðgerðir, en því er ekki til að dreifa. Sem stendur verja strandríkin rétt sinn, en slys af fyrrnefndri stærðargráðu snertir hins vegar fleiri en bara þau ríki.“ Annað sem er aðkallandi að mati Rocards eru ný fiskimið sem eru að verða til vegna hlýnunar sjávar. Bæði eru fiskistofnar farnir að leita norðar og eins hefur ísinn hopað gríðarlega. „Með bráðnun íshellunnar hafa nú bæst við fjögurra milljóna ferkílómetra hafsvæði yfir sumartímann þar sem enginn hefur stundað veiðar áður. Mín tilfinning er sú að sjómenn muni leita á þessar slóðir innan tíðar og undirbúningur verður að hefjast fljótt.“ Sé horft til langs tíma, telur Rocard að Ísland hafi möguleika á að verða miðstöð vöruflutninga og ferðamennsku í Norður-Atlantshafi. Það gefi Íslendingum tækifæri til þess að verða leiðandi í leitar- og björgunarstarfi. Ísland geti einnig haft áhrif til batnaðar, að hans mati, varðandi framtíð norðurskautssvæðisins. „Ísland er í stöðu til að bera hinum ríkjunum í Norðurskautsráðinu þau skilaboð að þau eigi ekki að haga sér eins og lokaður hópur eigenda og halda öðrum utan við. Það er ekki rétt, og stenst það varla lög til framtíðar litið.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Meiri alþjóðlegrar samvinnu er þörf í málefnum norðurslóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. Rocard segir að þrátt fyrir að Frakkland og fleiri ríki vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til þróunar í norðurskautsmálefnum hafi þau engan vettvang þar sem torsótt sé að fá að tjá sig á vettvangi Norðurskautsráðs. Þar eiga strandríkin átta ein sæti, til viðbótar við átta ríki sem hafa áheyrnaraðild. „Starf Norðurskautsráðsins skiptir okkur og önnur ríki miklu máli, þó að við eigum ekki lögsögu þar,“ segir Rocard og tekur sem dæmi hugsanlegar afleiðingar af olíumengunarslysi á norðurslóðum. Hann tekur olíuslysið í Mexíkóflóa sem dæmi, en aðstæður þar til að bregðast við vánni hafi verið gjörólíkar því sem yrði í Norðurhöfum. „Ef olíumengunarslys myndi henda þar, yrði um að ræða aldarlanga tortímingu fyrir lífkerfið. Sá möguleiki ætti að verðskulda sérstaka athygli og beinar aðgerðir, en því er ekki til að dreifa. Sem stendur verja strandríkin rétt sinn, en slys af fyrrnefndri stærðargráðu snertir hins vegar fleiri en bara þau ríki.“ Annað sem er aðkallandi að mati Rocards eru ný fiskimið sem eru að verða til vegna hlýnunar sjávar. Bæði eru fiskistofnar farnir að leita norðar og eins hefur ísinn hopað gríðarlega. „Með bráðnun íshellunnar hafa nú bæst við fjögurra milljóna ferkílómetra hafsvæði yfir sumartímann þar sem enginn hefur stundað veiðar áður. Mín tilfinning er sú að sjómenn muni leita á þessar slóðir innan tíðar og undirbúningur verður að hefjast fljótt.“ Sé horft til langs tíma, telur Rocard að Ísland hafi möguleika á að verða miðstöð vöruflutninga og ferðamennsku í Norður-Atlantshafi. Það gefi Íslendingum tækifæri til þess að verða leiðandi í leitar- og björgunarstarfi. Ísland geti einnig haft áhrif til batnaðar, að hans mati, varðandi framtíð norðurskautssvæðisins. „Ísland er í stöðu til að bera hinum ríkjunum í Norðurskautsráðinu þau skilaboð að þau eigi ekki að haga sér eins og lokaður hópur eigenda og halda öðrum utan við. Það er ekki rétt, og stenst það varla lög til framtíðar litið.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira