Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði 21. febrúar 2012 07:30 stjórnlagaþing kosið Þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing í nóvember 2010. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ólöglega og Alþingi skipaði stjórnlagaráð, skipað þeim fulltrúum sem kosningu hlutu. Frumvarp þess á að leggja fyrir þjóðaratkvæði í sumar. fréttablaðið/pjetur Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira