Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði 21. febrúar 2012 07:30 stjórnlagaþing kosið Þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing í nóvember 2010. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ólöglega og Alþingi skipaði stjórnlagaráð, skipað þeim fulltrúum sem kosningu hlutu. Frumvarp þess á að leggja fyrir þjóðaratkvæði í sumar. fréttablaðið/pjetur Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira