Fótbolti

Beindi byssu að andliti Messi

Messi leist ekki á blikuna.
Messi leist ekki á blikuna.
Besti knattspyrnumaður heims, Argentínumaðurinn Lionel Messi, kom til Sádi Arabíu í gær. Á leið sinni af flugvellinum virtist hann óttast um eigið líf.

Skal svo sem engan undra þar sem einn lífvarða hans gætti ekki nægilega að sér og otaði AK-47 byssu sinni að andliti knattspyrnukappans.

Argentína mun spila vináttulandsleik við Sáda á morgun og bíða heimamenn spenntir eftir því að sjá Messi leika listir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×