Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán 8. mars 2012 16:18 Marcin Tomsz Lech nokkrum mínútum eftir að dómur var kveðinn upp. Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43