Innlent

Björgunarskólinn á Gufuskálum lagður niður

Slysavarnafélagið Landsbjörg ætlar að hætta rekstri almannavarna- og björgunarskólans á Gufuskálum á Snæfellsnesi og hefur sagt upp starfsfólki sínu þar.

Þar er meðal annars æfingasvæði vegna rústabjörgunar, þó nokkur raðhús og fjölbýlishús og samkomuhús til námskeiðahalds, frá því að NATO byggði þarna upp fjarskiptamiðstöð. Landsbjörg tók við mannvirkjunum eftir að þeirri starfsemi var hætt.

Hörður Már Harðarson stjórnarformaður Landsbjargar segir í viðtali við Skessuhorn að þetta sé neyðarráðstöfun vegna fjárskorts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×