Innlent

Björt framtíð eina af nýju framboðunum sem ekki tapar fylgi

Þrjú af fjórum nýju framboðunum fyrir næstu Alþingiskosningar tapa fylgi frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Björt framtíð þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur vinnur á og mælist nú með 5,3 prósent.

Fylgi við Framsóknarflokkinn dalar aðeins og sömuleiðis við Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur þó meira fylgi en ríkisstjórarflokkarnir til samans.

Fylgi við Samfylkinguna eykst upp í 21 prósent, en liðlega 12 prósenta fylgi við Vinstri græna stendur í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×