Innlent

Keppni hafin á Unglingalandsmótinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks var samankominn á mótssvæðinu í gær.
Fjöldi fólks var samankominn á mótssvæðinu í gær. mynd/ Jóhann k. jóhannsson.
Fyrstu keppnir á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands hófust klukkan átta í morgun. Keppt var í golfi, körfubolta, frjálsum íþróttum og knattspyrnu svo eitthvað sé nefnt. Stöðugur straumur fólks lagði inn á mótssvæðið í gær og hafa eigendur hundruða tjaldvagna, fellihýsa og tjalda komið sér fyrir. Á vefsíðu mótsins segir að aldrei hafi fleiri þátttakendur skráð sig til keppni en þeir eru um 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×