Innlent

Brekkusöngnum útvarpað og textarnir á GuitarParty

Brekkusöngurinn
Brekkusöngurinn
Stjórnendur GuitarParty.com vonast til þess að þúsundir muni nýta sér þjónustu vefsíðunnar þegar Brekkusöngurinn hefst í Vestmannaeyjum á sunnudag.

Hægt verður að nálgast söngtexta og fleiri upplýsingar um öll lög sem tekin verða í dalnum á vefsíðunni.

Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri GuitarParty.com segir að Verslunarmannahelgin sé sú langstærsta á árinu þegar kemur að gerð söngbóka. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Vefsíðan hefur verið rekin nokkur ár en þar geta notendur raðað saman lögum í söngbækur. Hundruð söngbóka eru settar saman þegar þessi mesta ferðahelgi ársins gengur í garð.

„Við erum með lagalistann hans Árna Johnsen," segir Kjartan. „Síðan erum við með þverskurð af öllum helstu lögum sem finna má í söngbókum landsins."

„Þetta virkar þannig að þegar þú situr í brekkunni í Herjólfsdal þá getur þú dregið fram símann og flett upp laginu í gegnum vefsíðuna okkar. Þar má síðan finna söngtexta fyrir þetta tiltekna lag. Þá getur fólk sem ekki er í Vestmannaeyjum gert slíkt hið saman."

Kjartan bendir á að allar gerðir og týpur snjallsíma og spjaldtölva geti notað hugbúnaðinn.

„Við teljum það vera afar gott ef þrjú þúsund manns muni nota þjónustuna þegar brekkusöngurinn stendur yfir," segir Kjartan.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Kjartan í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×