Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni 5. desember 2012 19:57 Reyndasti brellumeistari á Íslandi stjórnaði "eldinum" sem var gerður með sérstökum gaslögnum. Vélin er í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar, segir Republik. Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar.Á Vísi fyrr í dag var sagt frá því að kveikt hafi verið í vélinni en hún hefur legið í fjöruborðinu í tugi ára. Republik segir að þó að logar sjáist við flugvélabrakið vegna kvikmyndatöku hafi ekki verið kveikt í vélinni og hún látin brenna til grunna. "Áður en við lögðum af stað í verkefnið var fengið leyfi hjá landeigendum og eiganda flugvélabraksins. Við réðum til verksins reyndasta brellumeistara á Íslandi og stjórnaði hann "eldinum" sem var gerður með sérstökum gaslögnum, en það var aldrei kveikt í flugvélinni sjálfri. Við þrifum síðan sót af vélinni og gengum frá tökustaðnum eins og við gerum alltaf, enda teljum við okkur vera fagmenn á okkar sviði. Á meðan á tökum stóð voru bæði slökkvibíll og björgunarsveitin Dagrenning á staðnum. Einnig voru á staðnum sjúkraflutningamenn ef einhver slys hefðu orðið á fólki, en við framkvæmd atriðisins þurftu stúlkurnar að hoppa á trampolíni," segir í tilkynningu frá Republik. Tengdar fréttir Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Ofurfyrirsætan Bar Refaeli mætti ásamt þýsku tökuliði til Íslands. Búist við metáhorfi þegar afraksturinn verður sýndur á Sat 1-sjónvarpsstöðinni í kvöld. 5. desember 2012 14:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar.Á Vísi fyrr í dag var sagt frá því að kveikt hafi verið í vélinni en hún hefur legið í fjöruborðinu í tugi ára. Republik segir að þó að logar sjáist við flugvélabrakið vegna kvikmyndatöku hafi ekki verið kveikt í vélinni og hún látin brenna til grunna. "Áður en við lögðum af stað í verkefnið var fengið leyfi hjá landeigendum og eiganda flugvélabraksins. Við réðum til verksins reyndasta brellumeistara á Íslandi og stjórnaði hann "eldinum" sem var gerður með sérstökum gaslögnum, en það var aldrei kveikt í flugvélinni sjálfri. Við þrifum síðan sót af vélinni og gengum frá tökustaðnum eins og við gerum alltaf, enda teljum við okkur vera fagmenn á okkar sviði. Á meðan á tökum stóð voru bæði slökkvibíll og björgunarsveitin Dagrenning á staðnum. Einnig voru á staðnum sjúkraflutningamenn ef einhver slys hefðu orðið á fólki, en við framkvæmd atriðisins þurftu stúlkurnar að hoppa á trampolíni," segir í tilkynningu frá Republik.
Tengdar fréttir Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Ofurfyrirsætan Bar Refaeli mætti ásamt þýsku tökuliði til Íslands. Búist við metáhorfi þegar afraksturinn verður sýndur á Sat 1-sjónvarpsstöðinni í kvöld. 5. desember 2012 14:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Ofurfyrirsætan Bar Refaeli mætti ásamt þýsku tökuliði til Íslands. Búist við metáhorfi þegar afraksturinn verður sýndur á Sat 1-sjónvarpsstöðinni í kvöld. 5. desember 2012 14:45