Erlent

Fresta niðurstöðum rannsókna á líki Ríkharðs þriðja

Fornleifafræðingar sem rannsaka líkamsleifar Ríkharðs þriðja Englandskonungs segja að niðurstöður úr rannsóknum þeirra muni ekki liggja fyrir fyrr en í janúar á næsta ári.

Upphaflega stóð til að niðurstöðurnar myndu liggja fyrir í næsta mánuði. Líkamsleifarnar fundust undir bílastæði í Leicester þar sem Greyfriars kirkjan stóð á miðöldum en vitað er að kongurinn var grafinn þar eftir að hann féll í orustunni við Bosworth árið 1485.

Nær öruggt er talið að um konunginn sé að ræða enda eru líkamsleifarnar af manni með hryggskekkju og greinilegt að hann lést af völdum axarhöggs í höfuðið sem passar við sögulegar heimildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×