Erlent

Hillary Clinton á leið til Ísraels

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á leið til Ísraels. Þar mun hún ræða við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og leiðtoga palentínsku heimastjórnarinnar í Ramallah um ástandið á Gaza svæðinu.

Samhliða þessu hafa stjórnvöld í Ísrael gefið út tilkynningu um að árás landhersins á Gaza svæðið hafi verið frestað um óákveðinn tíma.

Talsmaður Hvíta hússins segir að heimsókn Clinton til Ísraels sé merki um að enginn vilji að átökin á Gaza haldi áfram að magnast.

Auk Clinton mun Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna koma til Ísraels í dag og eiga viðræður við Netanyahu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×