Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK mæta Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og það er búist við miklu fjöri bæði inn á vellinum sem og upp í stúku. Expressen segir frá því að AIK þurfi að eyða yfir einni milljón sænskra króna í öryggisgæslu á leiknum sem er meira en 18 milljónir íslenskra króna.
„Öryggsgæslan mun kosta okkur 1.030.240 krónur samkvæmt áætlun og þetta hefur aldrei verið svona mikið. Ég er í sjokki," sagði Johan Strömberg, stjórnarformaður AIK, við Expressen.
Stuðningsmenn AIK eru ekki þeir prúðustu í boltanum og Svarti Herinn kallar sem dæmi ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að fylgja sínu liði.
„Við þurfum að vera með 35 öryggisverði, 100 starfsmenn og 15 slökkviliðsmenn inn á vellinum. Þetta er alveg galið og miklu meira en í nágrannaslag á móti Djurgården," sagði Strömberg.
Lögreglan í Stokkhólmi mun meta kostnaðinn eftir leikinn og upphæðin gæti vissulega lækkað. AIK býst við því að borga lögreglunni 6 milljónir sænskra króna í ár og að sú upphæð fari upp í níu milljónir á næsta ári.
Galinn kostnaður vegna öryggisgæslu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn

Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn