Innlent

„Augljóslega ekki allt í lagi hjá þessum dreng“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndin sem birtist af Agli. Þar segir „Fuck you rapist bastard“.
Myndin sem birtist af Agli. Þar segir „Fuck you rapist bastard“.
„Myndin segir meira um þann sem gerði hana en mig," segir Egill Einarsson, eða Gillz, um mynd sem hefur verið í dreifingu á internetinu síðastliðinn sólarhing.

Ingi Kristján Sigurmarsson, nemandi í Listaháskólanum, birti myndina meðal annars á Instagram. Egill segir að fjöldi fólks hafi haft samband við sig undanfarinn sólarhing vegna óvæginnar umfjöllunar um hann og lýst stuðningi við sig og stappað í hann stálinu.

„Mér þykir miður að sjá hve illgjarnt sumt fólk getur verið og þetta er síður en svo einangrað dæmi. En það er augljóslega ekki allt í lagi hjá þessum dreng og það þykir mér miður" segir Egill og bætir því við að þótt þessi sveinpiltur sé sonur Álfheiðar Ingadóttur þingkonu Vinstri grænna, þá hafi hann sömu skoðun á henni og fyrir myndina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×