Innlent

Grýla vekur alheimsathygli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hin gamla góða íslenska Grýla slær í gegn á internetinu.
Hin gamla góða íslenska Grýla slær í gegn á internetinu.
Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin.

Þrándur segir í samtali við Vísi að málverkið hafi vakið nokkra athygli á sýningunni árið 2009. „Þetta var nú engin sérstök jólasýning en þetta var jólaverkið," segir Þrándur.

Þrándur hefur málað myndir um árabil en hann var meðal annars nemi hjá norska listamanninum Odd Nerdrum. „Já ég var í námi hjá honum í nokkur ár," segir Þrándur aðspurður út í málið.

Þrándur er með sýningu núna í gangi í Gamla Bíói og er hún opin til 1. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×