Fótbolti

Van Persie ekki með Hollandi gegn Þýskalandi

Framherjinn Robin van Persie hefur neyðst til þess að draga síg úr hollenska landsliðshópnum vegna meiðsla á læti.

Van Persie náði engu að síður að klára 90 mínútur um helgina. Hann er þó ekki í betra standi en svo að hann hafi þurft að draga sig úr hópnum. Wayne Rooney gerði slíkt hið sama með enska landsliðið.

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, er búinn að velja framherja Wolfsburg, Das Bost, í hans stað.

Klaas-Jan Huntelaar fær aftur á móti tækifæri í byrjunarliðinu þar sem Van Persie verður fjarverandi en Holland spilar við Þýskaland á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×