Expo vörusýningin var haldin í Mosfellsbæ um helgina. Óhætt er að segja að áhugamenn um líkamsrækt hafi ekki látið sig vanta enda voru sannkallaðar stórstjörnur mætta til landsins í tilefni af sýningunni. Þar má nefna fitness módelin Larissu Reis og Ingrid Romero ásamt sigursælasta vaxtarræktarmanni sögunnar Ronnie Coleman.