Fótbolti

Sturridge: Gott að þjálfarinn hefur trú á mér

Daniel Sturridge er ekkert að spila sérstaklega mikið fyrir Chelsea en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann er nógu góður til þess að spila fyrir enska landsliðið.

Hann er í enska hópnum sem spilar gegn Svíþjóð í Stokkhólmi á morgun og hann er þakklátur fyrir það.

"Þetta er risatækifæri fyrir mig og gaman að sjá að þjálfarinn hefur trú á mér. Þetta er erfitt þegar maður fær ekki að spila reglulega en þá verður maður að æfa enn betur," sagði Sturridge.

Sturridge hefur komið við sögu í þremur landsleikjum en hefur aldrei verið í byrjunarliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×