Erlent

Ban Ki-moon hvetur til vopnahlés á Gazasvæðinu

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú á leið til Kaíró í Egyptalandi til að reyna að miðla málum milli Ísraelsstjórnar og Hamassamtakanna. Hann hvetur báða aðila til þess að semja um vopnahlé þegar í stað.

Ekkert lát er á loftárásum Ísraela á Gaza svæðið og eldflugaárásum frá Gaza á suðurhluta Ísraels. Í gærdag féllu 34 Palestínumenn í árásum Ísraela og hafa því 80 þeirra fallið frá því að átökin blossuðu upp í síðustu viku.

Yfirvöld í Ísrael hafa nú samþykkt að kalla út 75.000 hermenn úr varaliði landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×