Ástríðufull leikkona Elva Ósk 9. nóvember 2012 21:30 Lífið hitti Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu yfir kaffibolla og komst að því að hún er veiðimaður í húð og hár sem nýtur lífsins að fullu, er sátt og sannarlega ástríðufull þegar kemur að leiklistinni.Lítið hefur borið á þér undanfarið. Hvar hefur þú verið? Ég hef verið aðallega hér heima. En ég hef ferðast mikið og þá aðallega með Vesturporti. Fór meðal annars til Norilsk í Síberíu sem var ótrúleg upplifun. Ég átti annasamt sumar og frumsýndi "Gestaboð Hallgerðar" eftir Hlín Agnarsdóttur um miðjan júlí og sýndi það á Hvolsvelli þar til fyrir stuttu. Við tökum smá pásu á þeirri sýningu en höldum áfram á nýju ári. Ég var að æfa í september nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson sem heitir "Nóttin nærist á deginum" sem fer aftur í æfingu um áramót og verður frumsýnt í lok janúar í Borgarleikhúsinu.Líður vel með vinnufélögunumHvað tekstu á við í dag þegar kemur að leiklistinni? Ég var að frumsýna "Bastarða" í Borgarleikhúsinu fyrir stuttu og leik þar Natalíu sem er mjög undirgefin kona. Hún fær sem betur fer smá uppreisn æru í lokin. Leikhópurinn samanstendur af yndislegu fólki sem ég hef oft unnið með. Ég hef unnið svolítið með Vesturporti og það er alveg einstaklega gott. Gísli (Örn Garðarson) kemur með einhvern nýjan tón og starfsaðferðir inní leikhúsið sem mér finnst mjög góðar. Það er langt síðan ég hef unnið í Borgó og finnst gaman að koma þangað aftur. Þessa dagana er ég einnig að leika draug í nýrri mynd eftir Ágúst Guðmundsson sem heitir "Ófeigur gengur aftur" og er rómantísk gaman- draugamynd.Hollt að ögra vananumNú hættir þú að vinna sem fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu í fyrra eftir 18 ára starfsferil – hvað tók við í kjölfarið? Frelsi, samt hef ég sjaldan haft jafn mikið að gera.Hvernig fannst þér að takast á við breytingarnar að hætta hjá Þjóðleikhúsinu eftir svo langan tíma? Ég lít ekki svo á að ég sé hætt fyrir lífstíð hjá Þjóðleikhúsinu. Ég er bara ekki lengur fastráðin þar og á eflaust eftir að vinna þar fljótlega aftur, en þá sem verkefnaráðin. Átján ár er langur tími og ég hafði aldrei hugsað mér að vinna alla ævi á sama stað. En árin flugu og mér krossbrá þegar ég áttaði mig á þvi hversu lengi ég hafði starfað á sama stað. Ég er mjög þakklát fyrir þessi átján ár í Þjóðleikhúsinu þar sem ég fékk að þroska mig og þróa sem leikari. Ég var mjög lánsöm með hlutverk og hef verið í gegnum tíðina. Það er gott að vinna þar en leikhúsið þarf að hafa hreyfingu á listamönnum og það er hollt okkur öllum að breyta til, brjóta upp mynstur og þægindaramma, ögra vananum og leita á nýjar slóðir. Samt er ég einnig þeirrar skoðunar að leikhús á að hafa sinn kjarna af fastráðnum leikurum. Það hentar mér hinsvegar mun betur núna að vera lausráðin. Mig hefur langað til þess í mörg ár svo það var ekki dramatískt fyrir mig að breyta til.Leyfir sér að njótaÞú ert stórglæsileg kona hvernig heldur þú þér í formi – líkamlega og andlega? Ég hef lært það í gegnum tíðina að leyfa mér að borða það sem mig langar í því ég er algjör nautnaseggur, en allt er gott í hófi. Ég nenni ekki að vera í endalausri megrun. Ef ég bæti á mig þá bara tek ég á því með til dæmis minni skömmtum og meiri hreyfingu. Ég fer í ræktina þegar ég hef tíma svo hugsa ég vel um að borða hollan mat, hef forðast unnar vörur og brauð í mörg ár þótt það komi auðvitað fyrir að það fari inn fyrir mínar varir. Svo sef ég út þegar ég get. Það sama gildir um andlegu hliðina. Ég nærist á því að ræða hin ýmsu málefni við vini mína, lesa og skoða, ganga útí náttúrunni og næra andann.engin megrun þar heldur.Ef þú lítur um öxl – hvaða hlutverk eru þér kær? Mér hefur alltaf fundist það hlutverk sem ég er að fást við þá stundina, vera mér kært. Í leikhúsinu er mér minnistæðust þau hlutverk sem eru vel skrifuð og þar af leiðandi gaman að vinna, til dæmis eins og Nóra í Brúðuheimilnu eftir Ibsen. Miklu skiptir líka hópurinn sem stendur að sýningunni. Ég hef alltaf verið svo lánsöm að vinna með eðal fólki, skemmtilegu og skapandi svo ég á ansi erfitt með að gera upp á milli.Gæði leikara á Íslandi mikilHvernig er að starfa sem leikkona á Íslandi – neikvæðu og jákvæðu hliðarnar (fyrir okkur sem þekkjum ekki til – við áhorfendur)? Það er mjög gott að vera leikari hér miðað við til dæmis í Bretlandi þar sem allir eru lausráðnir og atvinnuleysið gríðarlega mikið. Hér geta leikarar unnið í leikhúsi, kvikmyndum,sjónvarpi, talsett myndir, leikið í útvarpsleikritum, lesið inn á auglýsingar og svo framvegis. Þar sem að leikarar í öðrum löndum eru oftast fastir við eitthvað eitt eins og talsetningu eða eingöngu leik í sjónvarpi svo eitthvað sé nefnt. Þannig að við fáum þjálfun í svo mörgu. Svo er það neikvæða: Hér er líka atvinnuleysi mikið hjá leikurum. Við búum í svo litlu landi að markaðurinn er lítill og þar af leiðandi ekki miklar peningaupphæðir fyrir störf sem erlendir leikarar fá formúgu fyrir á stærra markaðssvæði. Gæði leikara hér heima eru mikil. Við eigum fullt af frábærum listamönnum. Ég held ég geti fullyrt að ekkert okkar er í þessu út af laununum, heldur er þetta hrein ástríða.Spilar á bassa með skotvopnaleyfiÁttu þér áhugamál sem þú sinnir fyrir utan leiklistina? Já,ég fer heilmikið útí náttúruna. Ég er búin að vera með skotvopna- og veiðileyfi í 4 ár og ég elska að fara á veiðar. Útiveran gefur mér mikið og svo er það auðvitað bónus ef eitthvað veiðist. Ég hef svo gaman af þessu að ég gæti hugsað mér að gera þetta daglega. Eins með hljómsveitina Heimilistóna. Ég er bassaleikari og elska að spila tónlist með þeim. Vandamálið er bara það að sjaldan gefst tími til að hittast. Svo eru mörg önnur áhugamál sem ég á eftir að gefa mér tíma í seinna.Að lokum, þitt mottó í lífinu? Þora að lifa lífinu á mínum forsendum og vera hamingjusöm.Hvað áttu við með að þora? Hafa kjark til að brjóta upp mynstur, hvort sem það tengist vinnu, búsetu og fleiru. Það er svo satt sem sagt er að ef einn gluggi lokast þá opnast annar. Ég á við, að þora að hugsa og stíga út fyrir rammann. Þora að fara sína leið og standa með sér. Þora að lifa á sínum forsendum án þess að þú sért að velta þér uppúr áliti og skoðunum annara. Þora að fylgja sínum draumum.Hér má skoða Lífið í heild sinni. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Lífið hitti Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu yfir kaffibolla og komst að því að hún er veiðimaður í húð og hár sem nýtur lífsins að fullu, er sátt og sannarlega ástríðufull þegar kemur að leiklistinni.Lítið hefur borið á þér undanfarið. Hvar hefur þú verið? Ég hef verið aðallega hér heima. En ég hef ferðast mikið og þá aðallega með Vesturporti. Fór meðal annars til Norilsk í Síberíu sem var ótrúleg upplifun. Ég átti annasamt sumar og frumsýndi "Gestaboð Hallgerðar" eftir Hlín Agnarsdóttur um miðjan júlí og sýndi það á Hvolsvelli þar til fyrir stuttu. Við tökum smá pásu á þeirri sýningu en höldum áfram á nýju ári. Ég var að æfa í september nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson sem heitir "Nóttin nærist á deginum" sem fer aftur í æfingu um áramót og verður frumsýnt í lok janúar í Borgarleikhúsinu.Líður vel með vinnufélögunumHvað tekstu á við í dag þegar kemur að leiklistinni? Ég var að frumsýna "Bastarða" í Borgarleikhúsinu fyrir stuttu og leik þar Natalíu sem er mjög undirgefin kona. Hún fær sem betur fer smá uppreisn æru í lokin. Leikhópurinn samanstendur af yndislegu fólki sem ég hef oft unnið með. Ég hef unnið svolítið með Vesturporti og það er alveg einstaklega gott. Gísli (Örn Garðarson) kemur með einhvern nýjan tón og starfsaðferðir inní leikhúsið sem mér finnst mjög góðar. Það er langt síðan ég hef unnið í Borgó og finnst gaman að koma þangað aftur. Þessa dagana er ég einnig að leika draug í nýrri mynd eftir Ágúst Guðmundsson sem heitir "Ófeigur gengur aftur" og er rómantísk gaman- draugamynd.Hollt að ögra vananumNú hættir þú að vinna sem fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu í fyrra eftir 18 ára starfsferil – hvað tók við í kjölfarið? Frelsi, samt hef ég sjaldan haft jafn mikið að gera.Hvernig fannst þér að takast á við breytingarnar að hætta hjá Þjóðleikhúsinu eftir svo langan tíma? Ég lít ekki svo á að ég sé hætt fyrir lífstíð hjá Þjóðleikhúsinu. Ég er bara ekki lengur fastráðin þar og á eflaust eftir að vinna þar fljótlega aftur, en þá sem verkefnaráðin. Átján ár er langur tími og ég hafði aldrei hugsað mér að vinna alla ævi á sama stað. En árin flugu og mér krossbrá þegar ég áttaði mig á þvi hversu lengi ég hafði starfað á sama stað. Ég er mjög þakklát fyrir þessi átján ár í Þjóðleikhúsinu þar sem ég fékk að þroska mig og þróa sem leikari. Ég var mjög lánsöm með hlutverk og hef verið í gegnum tíðina. Það er gott að vinna þar en leikhúsið þarf að hafa hreyfingu á listamönnum og það er hollt okkur öllum að breyta til, brjóta upp mynstur og þægindaramma, ögra vananum og leita á nýjar slóðir. Samt er ég einnig þeirrar skoðunar að leikhús á að hafa sinn kjarna af fastráðnum leikurum. Það hentar mér hinsvegar mun betur núna að vera lausráðin. Mig hefur langað til þess í mörg ár svo það var ekki dramatískt fyrir mig að breyta til.Leyfir sér að njótaÞú ert stórglæsileg kona hvernig heldur þú þér í formi – líkamlega og andlega? Ég hef lært það í gegnum tíðina að leyfa mér að borða það sem mig langar í því ég er algjör nautnaseggur, en allt er gott í hófi. Ég nenni ekki að vera í endalausri megrun. Ef ég bæti á mig þá bara tek ég á því með til dæmis minni skömmtum og meiri hreyfingu. Ég fer í ræktina þegar ég hef tíma svo hugsa ég vel um að borða hollan mat, hef forðast unnar vörur og brauð í mörg ár þótt það komi auðvitað fyrir að það fari inn fyrir mínar varir. Svo sef ég út þegar ég get. Það sama gildir um andlegu hliðina. Ég nærist á því að ræða hin ýmsu málefni við vini mína, lesa og skoða, ganga útí náttúrunni og næra andann.engin megrun þar heldur.Ef þú lítur um öxl – hvaða hlutverk eru þér kær? Mér hefur alltaf fundist það hlutverk sem ég er að fást við þá stundina, vera mér kært. Í leikhúsinu er mér minnistæðust þau hlutverk sem eru vel skrifuð og þar af leiðandi gaman að vinna, til dæmis eins og Nóra í Brúðuheimilnu eftir Ibsen. Miklu skiptir líka hópurinn sem stendur að sýningunni. Ég hef alltaf verið svo lánsöm að vinna með eðal fólki, skemmtilegu og skapandi svo ég á ansi erfitt með að gera upp á milli.Gæði leikara á Íslandi mikilHvernig er að starfa sem leikkona á Íslandi – neikvæðu og jákvæðu hliðarnar (fyrir okkur sem þekkjum ekki til – við áhorfendur)? Það er mjög gott að vera leikari hér miðað við til dæmis í Bretlandi þar sem allir eru lausráðnir og atvinnuleysið gríðarlega mikið. Hér geta leikarar unnið í leikhúsi, kvikmyndum,sjónvarpi, talsett myndir, leikið í útvarpsleikritum, lesið inn á auglýsingar og svo framvegis. Þar sem að leikarar í öðrum löndum eru oftast fastir við eitthvað eitt eins og talsetningu eða eingöngu leik í sjónvarpi svo eitthvað sé nefnt. Þannig að við fáum þjálfun í svo mörgu. Svo er það neikvæða: Hér er líka atvinnuleysi mikið hjá leikurum. Við búum í svo litlu landi að markaðurinn er lítill og þar af leiðandi ekki miklar peningaupphæðir fyrir störf sem erlendir leikarar fá formúgu fyrir á stærra markaðssvæði. Gæði leikara hér heima eru mikil. Við eigum fullt af frábærum listamönnum. Ég held ég geti fullyrt að ekkert okkar er í þessu út af laununum, heldur er þetta hrein ástríða.Spilar á bassa með skotvopnaleyfiÁttu þér áhugamál sem þú sinnir fyrir utan leiklistina? Já,ég fer heilmikið útí náttúruna. Ég er búin að vera með skotvopna- og veiðileyfi í 4 ár og ég elska að fara á veiðar. Útiveran gefur mér mikið og svo er það auðvitað bónus ef eitthvað veiðist. Ég hef svo gaman af þessu að ég gæti hugsað mér að gera þetta daglega. Eins með hljómsveitina Heimilistóna. Ég er bassaleikari og elska að spila tónlist með þeim. Vandamálið er bara það að sjaldan gefst tími til að hittast. Svo eru mörg önnur áhugamál sem ég á eftir að gefa mér tíma í seinna.Að lokum, þitt mottó í lífinu? Þora að lifa lífinu á mínum forsendum og vera hamingjusöm.Hvað áttu við með að þora? Hafa kjark til að brjóta upp mynstur, hvort sem það tengist vinnu, búsetu og fleiru. Það er svo satt sem sagt er að ef einn gluggi lokast þá opnast annar. Ég á við, að þora að hugsa og stíga út fyrir rammann. Þora að fara sína leið og standa með sér. Þora að lifa á sínum forsendum án þess að þú sért að velta þér uppúr áliti og skoðunum annara. Þora að fylgja sínum draumum.Hér má skoða Lífið í heild sinni.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira