Innlent

Sigurhjörtur til Mannvits

Sigurhjörtur Sigfússon er nýr fjármálastjóri Mannvits.
Sigurhjörtur Sigfússon er nýr fjármálastjóri Mannvits.
Sigurhjörtur Sigfússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri Mannvits og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Sigurhjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sínu sviði. Áður en Sigurhjörtur réðst til Mannvits var hann forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum frá árinu 2008.

Hann var sérfræðingur á fjármálasviði Straums-Burðaráss frá 2007-2008, forstöðumaður fjárstýringar Íslenskrar erfðagreiningar frá 2001 til 2007 en þar á undan var hann sérfræðingur á endurskoðunarsviði PricewatherhouseCoopers frá árinu 1996. Maki Sigurhjartar er Harpa Maren Sigurgeirsdóttir, námsráðgjafi, og eiga þau tvö börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×