Elísabet missir sinn besta leikmann til Frakklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2012 16:45 Kosovare Asllani. Mynd/Nordic Photos/Getty Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er á leiðinni til Frakklands þar sem að hún mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir horfir þar á eftir mjög sterkum leikmanni. Asllani er algjör lykilmaður hjá Kristianstad og er bæði búin að skora mest og leggja upp flest hjá liðinu á þessu tímabili. Hún var á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir að hafa spilað áður með Linköping í mörg ár. „Þetta er rosalega gott tækifæri fyrir mig enda ætlar PSG sér stóra hluti i framtíðinni," sagði Kosovare Asllani í samtali við sænska Sportbladet. „Við vorum búnir að ná í karla Zlatan og nú náðum við í kvenna Zlatan líka," sagði forráðamaður PSG við Sportbladet. Frakkarnir hafa metnaðarfull markmið hjá konunum alveg eins og hjá körlunum. Asllani hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic enda frábær leikmaður sem á líka ættir að rekja til Balkanskagans. „Þetta er mikilvægt skref fyrir "Kosse" og ég vil ekki standa í vegi fyrir henni," sagði Elísabet í fréttatilkynningu frá Kristianstad. Kosovare Asllani hefur spilað sinn síðasta leik með Kristianstad og verður ekki með liðinu á móti Kopparbergs/Göteborg um helgina. Íslensku landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir verða hinsvegar væntanlega klárar í slaginn og nú reynir meira á Margréti Láru víst að liðið er búið að missa aðalframherja sinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er á leiðinni til Frakklands þar sem að hún mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir horfir þar á eftir mjög sterkum leikmanni. Asllani er algjör lykilmaður hjá Kristianstad og er bæði búin að skora mest og leggja upp flest hjá liðinu á þessu tímabili. Hún var á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir að hafa spilað áður með Linköping í mörg ár. „Þetta er rosalega gott tækifæri fyrir mig enda ætlar PSG sér stóra hluti i framtíðinni," sagði Kosovare Asllani í samtali við sænska Sportbladet. „Við vorum búnir að ná í karla Zlatan og nú náðum við í kvenna Zlatan líka," sagði forráðamaður PSG við Sportbladet. Frakkarnir hafa metnaðarfull markmið hjá konunum alveg eins og hjá körlunum. Asllani hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic enda frábær leikmaður sem á líka ættir að rekja til Balkanskagans. „Þetta er mikilvægt skref fyrir "Kosse" og ég vil ekki standa í vegi fyrir henni," sagði Elísabet í fréttatilkynningu frá Kristianstad. Kosovare Asllani hefur spilað sinn síðasta leik með Kristianstad og verður ekki með liðinu á móti Kopparbergs/Göteborg um helgina. Íslensku landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir verða hinsvegar væntanlega klárar í slaginn og nú reynir meira á Margréti Láru víst að liðið er búið að missa aðalframherja sinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti