Innlent

Síðasti tökudagur hjá Stiller í dag

BBI skrifar
Ben Stiller
Ben Stiller
Síðasti tökudagur Hollywood-myndarinnar The secret life of Walter Mitty hér á landi er að öllum líkindum í dag. Þetta kemur fram á fréttavef Víkurfrétta.

Leifur B. Dagfinnsson hjá TrueNorth staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Ég vil ekki alveg jinx-a þetta en samkvæmt áætlun er þetta síðasti dagurinn," segir hann.

Tökurnar í dag fara fram á Garðasjónum en þar er nú töluverð ókyrrð eins og sést á myndinni hér að neðan. Síðustu daga hafa tökurnar farið fram á Suðurnesjum en þar hafa íbúar orðið talsvert varir við kvikmyndagerðamenn sem hafa sveimaði yfir Garðinum á tveimur þyrlum undanfarna daga.

Tökur fara fram á fiskiskipinu Stafnesi KE.Mynd/Víkurfréttir
Leifur B. Dagfinnsson segir að tökuliðið muni ekki rjúka af landi brott samdægurs þegar tökurnar klárast. „Það verður ábyggilega einhvers konar lokahóf," segir hann og telur að tökuliðið muni svo tínast brott á næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×