Innlent

Guðbjartur í Lundúnum: Ólympíumótið stórkostleg upplifun

"Ég fór í Ólympíuþorpið í gær og fékk að hitta íslensku keppendurna. Þetta eru flottir krakkar sem á eiga eftir að gera góða hluti ef þau halda áfram á sinni braut."
"Ég fór í Ólympíuþorpið í gær og fékk að hitta íslensku keppendurna. Þetta eru flottir krakkar sem á eiga eftir að gera góða hluti ef þau halda áfram á sinni braut." mynd/stefán karlsson
"Mér finnst skipta máli að sýna þessu áhuga ekki síður en hinum Ólympíuleikunum. Þetta eru að mínu mati stórkostlegri Ólympíuleikar- það er alveg makalaust að fylgjast með því hvað fólk getur," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sem er nú staddur í Lundúnum að fylgjast með Ólympíumóti fatlaðra.

Guðbjartur hefur dvalið í borginni síðustu viku og var viðstaddur setningarhátíðina fyrir viku síðan. Fréttastofa sló á þráðinn til hans í morgun. „Ég hef fengið að vera þátttakandi í þessari stórkostlegu upplifun að vera með þessu fólki sem Bretarnir kalla mestu hetjurnar í íþróttum og ég tek heilshugar undir það."

„Ég fylgdist með því í morgun þegar okkar sundmaður, Jón Margeir, setti Ólympíumet í 200 metrunum. Það stóð reyndar bara í þrjár mínútur og svo var það slegið. En þetta var glæsilegt Íslandsmet hjá honum og varð annar í úrslitasundið sem fer fram síðar í dag," segir hann.

„Ég fór í Ólympíuþorpið í gær og fékk að hitta íslensku keppendurna. Þetta eru flottir krakkar sem á eiga eftir að gera góða hluti ef þau halda áfram á sinni braut."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×