Lífið

Meira D-vítamín

Sólarljósið eykur myndum D-vítamíns.
Sólarljósið eykur myndum D-vítamíns.
Heilsa D-vítamín gæti hjálpað líkamanum að berjast gegn berklum. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við National Academy of Science í London.

Í frétt BBC sagði að hátt í 1,5 milljónir manna deyi árlega vegna berkla og uppi eru efasemdir um að hægt sé að lækna sum tilfellin.

Samkvæmt rannsókninni voru þeir sjúklingar fljótari að jafna sig sem fengu D-vítamín og sýklalyf. Notkun D-vítamíns í meðferð gegn berklum nær langt aftur í tímann þegar leitað var að góðum aðferðum til að berjast gegn þessari skæðu lungnasýkingu.

Áður en sýklalyf voru fundin upp voru sjúklingar látnir liggja í sólbaði eða settir í annars konar ljósameðferð til að örva myndun D-vítamíns í húðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×