Rúrik Gíslason skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar Odense Boldklub vann 2-1 útisigur á SönderjyskE í Íslendingaslag í kvöld.
Rúrik Gíslason kom OB í 1-0 á 24. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti félaga síns. Emil Larsen skoraði annað mark OB á 51. mínútu en Conor S. O'Brian minnkaði muninn fimm mínútum síðar. Þannig urðu síðan lokatölurnar.
Rúrik fékk spjald á 54. mínútu en kláraði leikinn eins í fyrstu fimm leikjum OB á tímabilinu. Eyjólfur Héðinsson sat allan tímann á bekknum hjá SönderjyskE og Hallgrímur Jónasson lék ekki með vegna meiðsla.
Þetta var þriðja sigur OB-liðsins í röð og ennfremur fjórði sigur liðsins í fyrstu sex umferðunum. Rúrik lagði upp sigurmarkið í leiknum á undan en þetta var fyrsta markið hans í deildinni.
Rúrik opnaði markareikninginn sinn í sigri OB
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
