Innlent

Russell Crowe með skyrfíkn

Russell Crowe
Russell Crowe
Hróður skyrsins berst víða. Fyrr í dag birti leikarinn og Íslandsvinurinn Russell Crowe færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir ást sinni á skyri. Þá spyr hann lesendur hvort að hægt sé að nálgast skyrið annars staðar en á Íslandi.

„Það er virkilega gaman að sjá þetta," segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Fólk er nú þegar búið að svara honum og benda honum á hvar hann geti nálgast skyr í Bandaríkjunum."

Jón bendir á að MS hafi haft samband við samstarfsfólk sitt í Bandaríkjunum og að næsta skref sé beinlínis að senda Crowe skyr.

„Þetta kemur svo sem ekkert á óvart," segir Jón. „Þeir sem aldrei hafa bragðað skyr og smakka það loks eru oftar en ekki yfir sig hrifnir."

„Crowe getur nálgast skyrið bæði í Los Angeles og New York. Hann ætti því að geta viðhaldið fíkn sinni eitthvað áfram."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Jón Axel hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×