Innlent

Með dólgslæti í millilandaflugi

Kalla þurfti til lögreglu eftir að maður var með dólgslæti um borð í flugvél í millilandaflugi. Maðurinn lét ófriðlega og braut meðal annars borð.

Flugdólgurinn hélt uppteknum hætti þegar hann kom út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Maðurinn reyndist talsvert ölvaður.

Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Skýrsla verður tekin af manninum eftir að hann hefur sofið úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×