Brúin getur orðið að veruleika á þarnæsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2012 20:14 Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira