Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar VG skrifar 29. ágúst 2012 20:01 Ögmundur Jónasson. „Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira