Innlent

Fjölskylda Ólafs Ragnars viðstödd embættistökuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir átta árum.
Við embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir átta árum. mynd/ pjetur.
Öll fjölskylda Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður viðstödd embættistöku hans í Alþingishúsinu síðdegis. Vísir náði tali af Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, dóttur forsetans núna í hádeginu. Þá var hún að greiða dætrum sínum fyrir athöfnina, en einnig að sinna yngstu börnum sínum sem ekki hafa nægan aldur til að vera viðstödd.

„Öll nema yngstu barnabörnin," sagði Guðrún Tinna þegar Vísir spurði hana hverjir yrðu viðstaddir, en sjálf á hún tvíbura sem eru ekki nema tæplega sjö mánaða gamlir. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafur Ragnar er settur í embætti. Fjölskyldan hefur alltaf verið viðstödd og segir Guðrún Tinna að athöfnin sé alltaf jafn hátíðleg.

„Ég held að það hafi alltaf verið sól og gott veður þannig að þetta hefur verið voða hátíðlegt," sagði Guðrún Tinna. Hún sagði að litlu stelpurnar yrðu í þjóðbúningum, en hafði ekki tíma til að tjá sig um málið að öðru leyti enda að mörgu að huga fyrir móður með mörg börn á degi sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×